Mánudagskvöldið 11. nóvember, klukkan 20:00, heldur Votlendissjóður, í samstarfi við Land og Skóg, Landbúnaðarháskólann og EFLU verkfræðistofu, upplýsingafund um vottaða endurheimt votlendis.
Kvenfélagið Eining Hvolhreppi verður með bingó laugardaginn 9.nóvember kl 14:00 í Hvolnum.
Kjörskrá Rangárþings eystra vegna alþingiskosninga, laugardaginn 30. Nóvember 2024, liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 4, Hvolsvelli fram að kjördegi. Opið er mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-16:00 og föstudaga kl. 09:00-13:00
Rótarýklúbbur Rangæinga færði íbúum Rangárvallasýslu forláta bekk til heiðurs Ólafi Ólafssyni, fv. kaupfélagssjóra en hann varð 100 ára 5. maí s.l. Ólafur var einn af stofnfélögum klúbbsins og aðalhvatamaður að stofnun hans árið 1966. Ólafur og Grétar Björnsson eru einu núlifendur stofnfélaga klúbbsins. Bekkurinn stendur við Litla salinn í Hvoli en þar halda Rótarýfélagar fundi sína á fimmtudögum kl. 18.00.
Ingibjörg Erlingsdóttir, tónlistarkona hlaut Menningarverðlaun Suðurlands árið 2024 en viðurkenningin var veitt á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) í Hveragerði 31. október sl. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Ingibjörg hafi unnið glæsilegt starf í þágu tónlistar, tónlistarkennslu og kórstjórnun á Suðurlandi.