Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar 100% starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa. Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við almenna meðferð byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki svo sem við móttöku og yfirferð séruppdrátta, úttektir, mælingar, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2024. Setning Syndum verður að þessu sinni í Ásvallalaug í Hafnarfirði, föstudaginn 1. nóvember.
Brunavarnir Rangárvallasýslu kynna með stolti kaup á nýjum dælubíl. Á undanförnum árum hefur verkefnum Brunavarna fjölgað með tilkomu ferðamanna, umhverfisvitund og stækkandi sveitarfélögum.
Nú fer að líða að jólum og við leitum að fallegu grenitré til að prýða miðbæjartúnið okkar. Það er hefð hjá okkur að óska eftir því að einhver í sveitarfélaginu, sem er með grenitré í garðinum sínum og vill losna við það, gefi það til okkar.
Kvennaganga á Þríhyrning í tilefni af bleikum október. Sunnudaginn 27. október. Mæting við Söluskála N1 Hvolsvelli kl. 10, sameinast í bíla og ekið að upphafsstað göngu. Gangan tekur um 3 - 4 klst og er um 5 - 6 km. Gengið verður rólega upp á fyrsta tind og síðan mun endanlegt leiðaval og vegalengd fara eftir hópi og veðri. Munið nesti og göngustafi. Umsjón: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir.