Fundur upprekstrarhafa á Fljótshlíðarafrétt haldinn í Goðalandi 8.júlí 2010 kl 21:00

Fundarstjóri Guðlaug Svansdóttir oddviti setti fund og stjórnaði.

 

Dagskrá:

1. Kosning tveggja fulltrúa í fjallskilanefnd.
Kosnir voru Kristinn Jónsson, Staðabakka og Ágúst Jensson, Butru.
Varamenn Sveinbjörn Jónsson, Lambey og Erla Hlöðversdóttir, Sámsstöðum.

Jens Jóhannssyni Teigi voru þökkuð góð störf sem fjallskálastjóri til tæpra 40 ára en hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

2. a) Sótt var um styrk til Landgræðslunnar vegna landbótaáætlunar á Fljótshlíðarafrétt og fengust 400.000 kr. í verkefnið, 10 tonn af áburði er kominn inn í Þórólfsfell og verða borin á inn við Tröllagjá.
Landgræðslan útvegaði 52 poka sem eiga að fara á Grasgarðinn og Fljótsdalsgirðingu vestan við Fellið.
Borið verður á morgun að öllu forfallalausu og grillað.

b) Fundurinn lýsir yfir áhyggjum vegna þess að ekki er enn búið að endurbyggja og laga Þórólfsfellsgarðinn. Skorað er á hlutaðeigandi aðila að sjá til þess að framkvæmdir hefjist hið fyrsta svo ekki hljótist af meiri skaði en orðið er.
Sótt er um bætur til Bjargráðasjóðs vegna afréttar girðinga sem fóru í flóðinu samtals 1,8 km. Svar hefur ekki borist.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 22:00

Kristinn Jónsson
Sveinbjörn Jónsson
Jens Jóhannsson
Guðlaug Svansdóttir
Eggert Pálsson
Erla Hlöðversdóttir
Ágúst Jensson
Ásgeir Tómasson
Guðni Jensson