- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Hjónin Rut Ingólfsdóttir og Björn Bjarnason hafa skipulagt metnaðarfulla dagskrá að Kvoslæk í sumar sem þau kalla Gleðistundir að Kvoslæk. Fyrsta gleðistundin var sl. sunnudag og hér í meðfylgjandi frétt má sjá myndir frá viðburðinum. Það voru þau Margrét S. Stefánsdóttir sópransöngkona, Jón Bjarnason, dómorganisti í Skálholti, og Jóhann Ingvi Stefánsson trompetleikari sem fluttu dagskrá er bar heitið Íslenskar söngperlur mæta barokki og rómantík.
Næsta gleðistund er laugardaginn 16. júlí þegar Arndís S. Árnadóttir, listfræðingur, fjallar um Ámunda smið, sem á 18. öld smíðaði 22 kirkjur víða um land og ótal kirkjumuni sem enn má finna í kirkjum á Suðurlandi, m.a. í Odda.
Fylgist með dagskránni að Kvoslæk í sumar.