Rangárþing eystra plantar trjám við Dufþaksbraut


Gylfi Markússon garðyrkjufræðingur frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð hefur undanfarna daga unnið að því að planta trjám við Dufþaksbraut á Hvolsvelli. Við plöntunina hefur hann notið aðstoðar manna frá áhaldahúsi sveitarfélagsins. Gylfi hefur einnig séð um að setja niður sumarblóm fyrir sveitarfélagið undanfarin ár og þá hefur hann líka haldið fræðsluerindi um matjurtir m.a. fyrir Kötlu jarðvang.
Gylfi rekur skemmtilega verslun með fjölbreytt úrval trjáa og einnig með mikið úrval sumar- og heilsársblómum og matjurtum. Gróðurhús Gylfa eru staðsett í Kirkjulækjarkoti og þangað er hægt að fara og versla tré og blóm og fá góða fræðslu og leiðsögn frá Gylfa um allt sem tengist ræktun og gróðursetningu.