- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Haustþing Kennarafélags Suðurlands er í ár haldið á Hvolsvelli, 3. og 4. október. Yfirskrift þingsins í ár er Láttu í þér heyra. Að venju er dagskrá þingsins vegleg, Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, hélt opnufyrirlestur þingsins í gær, fimmtudag og í dag eru fyrirlestrar, smiðjur og faggreinahittingar. Á faggreinahittingum eru félagsmenn hvattir til að koma með sýnishorn af verkefnum úr þeirra heimaskólum og er þetta kjörið tækifæri til að deila reynslusögum og halda því á lofti sem gott er.