- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Eygló Arna og Snædís Sól úr 9. bekk og Ómar Alesandro og Ævar Már úr 10. bekk skipuðu lið Hvolsskóla í Skólahreysti. Þau stóðu svo sannarlega undir væntingum og sigruðu Suðurlandsriðilinn með glæsibrag. Öflugt stuðningslið úr 8. - 10. bekk fór með þeim og höfðu keppendur á orði að þau hefðu ekki getað þetta án stuðningsins frá áhorfendum.
Skólinn óskar keppendum og Helga Jens og Lárusi Viðari
íþróttakennurum þeirra innilega til hamingju með þennan glæsilega
árangur. Úrslitakeppnin fer fram í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 28.
apríl kl. 20:00 og verður að því að við best vitum í beinni útsendingu í
sjónvarpinu. Það er því alveg ljóst að páskaeggin munu standa óhreyfð
hjá keppendum eins og viku framyfir hefðbundinn opnunartíma.
Þetta kemur fram á heimasíðu Hvolsskóla www.hvolsskoli.is