- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Hvolsskóli með erindi á Umhverfisþinginu í dag og kynnti verkefni skólans um Vistheimt.
Tveir nemendur úr 7. bekk Hvolsskóla, þau Oddur Helgi Ólafsson og Sóldís Birta Magnúsdóttir, voru með erindi á Umhverfisþinginu sem fram fer í dag á Grand Hóteli í Reykjavík. Þau voru að kynna Vistheimt verkefni skólans en skólinn er einn af þremur skólum sem voru með kynningu á þinginu í dag, auk Hvolsskóla var grunnskólinn á Hellu og Þjórsárskóli með kynningu en þessir skólar eru allir Grænfánaskólar.
Skólarnir hafa nú allir lagt út tilraunareiti í tvö ár í röð þar sem mismunandi landgræðslu- eða vistheimtaraðgerðir eru prófaðar. Aðgerðirnar eru: a) áburður, á) fræ og áburður, b) heyþakning, d)húsdýraáburður, e) molta og f) viðmið, þar sem ekkert var gert.
Núna í upphafi skólaárs fóru nemendurnir og starfsmenn Landverndar að skoða árangurinn. Allir voru fullir eftirvæntingar og einbeitningin skein úr hverju andliti þegar hafist var handa við að mæla gróðurþekju og greina gróðurinn til tegunda nú í haust. Bandaríska sendiráðið styrkir verkefnið og tók sendiherra Bandaríkjanna, Robert C. Barber, þátt í úttekt tilraunareitanna hjá Grunnskólanum Hellu
Verkefnið felur í sér fræðslu og þekkingarsköpun meðal nemenda, kennara og nærsamfélags skólanna, þar sem áhersla er lögð á þátttöku nemenda í rannsóknum og vistheimt. Jón Stéfánsson kennari í Hvolsskóla hefur stýrt verkefninu og Grænfána verkefninu en Hvolsskóli fékk Grænfánann í fjórða skipti núna í vikunni.
Oddur Helgi Ólafsson og Sóldís Birta Magnúsdóttir á Umhverfisþinginu í dag
Oddur og Sóldís
Jón Stefánsson kennari Hvolsskóla