- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Landsbankinn hafa sett á fót þróunarsjóð á sviði ferðamála sem ætlað er að styrkja ferðaþjónustu utan háannatíma eða allt árið, í samræmi við áherslur Ísland, allt árið sem er markaðsverkefni iðnaðarráðuneytis, Icelandair, SAF, Reykjavíkurborgar, Landsbankans, og SVÞ.
Hvatt er til samstarfsverkefna, þriggja eða fleiri fyrirtækja, sem geta haft veruleg áhrif á lengingu ferðamannatímans á viðkomandi svæði. Einkum er hvatt til samstarfsverkefna fyrirtækja í ferðaþjónustu og skapandi greina. Lögð er áhersla á samstarfsverkefni en það er ekki forsenda fyrir stuðningi.
Sjóðurinn styrkir verkefni sem auka þjónustu við ferðamenn og/eða bæta við upplifun hans. Kaup á búnaði eru ekki á verksviði sjóðsins.
Áhersla er lögð á að verkefni hafi möguleika á að verða sjálfbærar og arðbærar afurðir sem byggja og draga fram sérstöðu svæða og lengja hefðbundið ferðamannatímabil.
Verkefni sem studd eru af þróunarsjóðnum skulu uppfylla eftirfarandi markmið:
Nauðsynlegt er að geta metið árangur af hverju verkefni. Styrkþegar fylla út verkáætlun fyrir það verkefni sem sótt er um og skila til verkefnisstjóra ásamt þeim mælikvörðum sem á að nota í verkefninu (fjöldi afurða í boði, fjöldi gesta o.fl.).
Helstu verkþættir sem studdir eru:
Styrkir eru greiddir út eftir framvindu verkefnis og með því er í raun byggt inn i verkefnið mat á árangri. Einnig þurfa styrkþegar að skila inn áfanga- og lokaskýrslu.
Í þróunarsjóðnum eru alls 70 milljónir króna og gert er ráð fyrir tveimur úthlutunum. Í hvorri úthlutun er stefnt að úthlutun styrkja að upphæð allt að 35 milljónum króna.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar má nálgast hjá Hildi Sif Arnardóttur, upplýsingafulltrúa í síma 522 9267 eða á netfanginu hildur@nmi.is.