- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Sjötugasta Íslandsmótið í höggleik fer fram á Strandavelli þann 26.-29. júlí næstkomandi. Mótið er hápunktur golfsumarsins, þar munu öflugustu kylfingar landsins keppa um eftirsóttustu titlanna í íslensku golfi.
Mótið er í umsjá Golfklúbbs Hellu en í ár eru 60 ár frá stofnun klúbbsins. Aðalhvatamaður og stofnandi klúbbsins var Ásgeir Ólafsson og Helmut Stolzenwald á Hellu, en sonur hans Rúdólf Stolzenwald var fyrsti formaður golfklúbbsins.
Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum, en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni. Ef keppendur eru jafnir í 72. sæti skulu þeir báðir/allir halda áfram. Þó skulu leikmenn ætíð fá að halda áfram keppni séu þeir 10 höggum eða minna á eftir þeim keppanda sem er í 1. sæti. Í kvennaflokki er fækkað með sama hætti í 18 eftir 36 holu leik.
Á laugardag og sunnudag, frá 15-19, verður bein útsending frá mótinu á Stöð 2 sport. Útsendingin verður í opinni dagskrá.
Rástímar og ráshópar:
Fimmtudaginn, 26. júlí 2010 1. hringur Rástímar: 07:30 – 15:50
Föstudaginn, 27. júlí 2010 2. hringur Rástímar: 07:30 – 15:50
Laugardaginn, 28. júlí 2010 3. hringur (áætl.) Rástímar: 07:30 – 13:30
Sunnudaginn, 29. júlí 2010 4. hringur (áætl.) Rástímar: 07:30 – 13:30
Ræst verður út af fyrsta teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta og öðrum keppnisdegi er keppendum raðað út á rástíma með tilviljunarkenndum úrdrætti, en að loknum niðurskurði Ræður skor niðurröðun keppenda.