- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Í dag er 1. desember og orðið ansi stutt til jóla. Það verður ýmislegt um að vera í sveitarfélaginu þessa helgina og fullkomið að njóta þess með fjölskyldu og vinum.
Föstudaginn 1. desember
SS búðin við Dufþaksbraut 3 verður með kynningu á jólakjötinu sínu kl. 14-17 og að sjálfsögðu verður boðið upp á smakk fyrir gesti.
Í búðinni Hjá Árný við Ormsvöll 10 verður opið til klukkan 20:00 í dag. Piparkökur, jólatónlist og búbblur á kantinum og full búð af fallegum gjafa- og jólavörum.
Kl. 20:00 heldur kór Hvolsskóla hina sívinsælu jólatónleika sína í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Notaleg kvöldstund sem nærsveitungar ættu ekki að missa af! Forsöluverð: 4000 krónur fyrir fullorðna og 1000 krónur fyrir grunnskólabörn. Frítt fyrir leikskólabörn. Vinsamlegast sendið póst á steina@hvolsskoli.is til að panta miða í forsölu. Miðaverð við inngang er 4500 krónur en 1500 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri.
Kl. 20:00 verður sýning á leikritinu Maður í mislitum sokkum hjá leikfélagi Austur-Eyfellinga. Leikritið er sýnt á Heimalandi og miðapantanir fara fram á netfanginu leikfelausture@gmail.com.
Ísbúðin Valdís er opin alla helgina, í borðinu er lagkökujólaís og tvenns konar vegan jólaísar.
Sunnudaginn 3. desember
Sveitabúðin Una er komin í jólaskap og alla sunnudaga í aðventu verður boðið upp á nýlagað heitt súkkulaði milli kl. 15:30-16:30 í búðinni.
Síðustu sýningar á leikritinu Maður í mislitum sokkum á Heimalandi, sú fyrri er klukkan 15:00 og sú síðari klukkan 20:00.