- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Fyrstu tónleikarnir eru fyrir leikskólabörn í
sýslunni, en þá stíga á stokk yngstu nemendur skólans og spila jólalög
fyrir börnin sem koma í heimsókn.
Mánudaginn 29. nóvember kl. 13:00 verða tónleikar í Tónlistarskólanum á Hellu fyrir leikskólabörnin á Heklukoti, mánudaginn 30. nóvember kl. 09:20 verða tónleikar í húsnæði skólans á Hvolsvelli fyrir leikskólabörnin á Örkinni og síðan verða tónleikar á Laugalandi fimmtudaginn 2. desember kl. 10:00 fyrir leikskólabörnin þar.
Það
er mikill spenningur hjá yngstu nemendunum yfir því að fara að spila
fyrir litlu krakkana og eru mörg hver að stíga sín fyrstu spor
opinberlega sem hljóðfæraleikarar.
Síðan taka nokkrir af nemendum skólans þátt í aðventusamkomum sunnudaginn 4. desember, þar sem þeir koma fram með tónlistaratriði, í Hvolnum kl. 14:00 og í Breiðabólsstaðarkirkju kl. 20:00.
Börnin í forskólanum halda líka sína jólatónleika hver í sínum skóla,
fimmtudaginn 9. desember kl. 14:00 verða tónleikar í Laugalandsskóla, föstudaginn 10. desember kl. 10:15 verða tónleikar í Hvolsskóla og mánudaginn 13. desember kl. 11:00 verða tónleikar í Grunnskólanum á Hellu.
Á
aðventunni hefur skólinn alltaf heimsótt dvalarheimilin í sýslunni, þar
sem nokkrir af nemendum skólans koma fram og spila jólalög fyrir
heimilisfólk þar. Þetta árið er stefnt að því að fara í þessa heimsókn
þriðjudaginn 14. desember.
Jólatónleikar skólans verða mánudagskvöldið 13. desember á Laugalandi og miðvikudagskvöldið 15. desember á Heimalandi,
báðir þessir tónleikar munu hefjast kl.
19:30. Flutt verða fjölbreytt
tónlistaratriði aðallega tengd aðventunni og jólunum, munu bæði söng- og
hljóðfæranemendur skólans koma fram á þessum tónleikum.
Af þessu
sést að nóg er að gera í tónlistarflutningi skólans og jólatónlistin
mun óma víða, gaman væri ef sem flestir sjái sér fært að koma á
einhverja af þessum viðburðum, það er alltaf uppörvandi og hvetjandi
fyrir nemendur skólans að fá áhugasama áhorfendur.