- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Í ljósi núgildandi sóttvarnarreglna sem gilda til og með 27. ágúst n.k. hefur verið ákveðið að aflýsa Kjötsúpuhátíðinni sem átti að fara fram 27. - 29. ágúst. Menningarnefnd þykir þetta mjög miður enda hefur undirbúningur gengið vel hingað til. Öllum þeim sem ætluðu að koma að hátíðinni, hvort sem er að undirbúningi eða sem hluti af dagskrá, eiga kærar þakkir skildar. Við stefnum ótrauð á Kjötsúpuhátíð að ári og takið strax frá dagana 26. - 28. ágúst 2022!
Það er mikilvægt að hver og einn hugi að sínum sóttvörnum og virði þær reglur sem almannavarnir setja hverju sinni. Áfram þurfum við að vera á verði gagnvart farsóttinni og ekki ráðlegt við þessar aðstæður að blása til mikilla hátíðahalda. Verið er að kanna möguleika á að vera með tónleika í streymi á laugardagskvöldið en það er þá auglýst síðar. Njótum haustsins, förum varlega og sjáumst á Kjötsúpuhátíð 2022.