Skemmtilegt námskeið fyrir káta krakka þar sem farið verður í fjölbreyttar æfingar fyrir klettaklifur. Skoðuð verða helstu línur og tól sem notuð eru í klifri og einnig verður farið í skemmtilega leiki og þrautir sem reyna á jafnvægi, útsjónarsemi og þolinmæði, en mestu skiptir að við ætlum að hafa gaman. Námskeiðið verður haldið utandyra og er nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri. Systkinaafsláttur er í boði. Aldurstakmark 10 ára og eldri.

Námskeið á vegum Kötlu jarðvangs Námskeiðið verður haldið utandyra í Pöstinni undir Eyjafjöllum.


• Tími: Laugardagur 7. júní kl. 10.00 – 15.00
• Staður: Utandyra í Pöstinni undir Eyjafjöllum.
• Verð: 4.000 kr.
• Leiðbeinendur: Guðmundur F. Markússon og Rannveig Ólafsdóttir
Nánari upplýsingar  í síma 8570634 (Rannveig) eða á netföngin rannveig@katlageopark.is og jonabjork@katlageopark.is