- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Hins vegar er unnið í smiðjum ýmis verkefni og er markmiðið að ungmennin taki það sem þau læri með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best. Smiðjunnar eru fjölbreyttar að vanda en þær verða allar á Hvolsvelli eða í glæsilegu nærumhverfi Hvolsvallar. Ein þeirra er t.d. útivistarsmiðja þar sem ungmennin ganga upp á Stóra Dímon, fara að Seljalandsfossi og Gljúfrabúi skoðaður. Aðrar stöðvar eru m.a. í Tumastaðaskógi þar sem ungmennin fara í leiki svo er líka útieldun, skarpgripagerð, leiklist og margt, margt fleira.
Nú þegar hafa rúmlega 400 unglingar á aldrinum 13 - 15 ára skráð þátttöku sína og eru þeir alls staðar að af landinu. Það má því búast við miklu lífi og fjöri á Hvolsvelli um næstu helgi.