Ljósmynd: Gígja D. Einarsdóttir
Ljósmynd: Gígja D. Einarsdóttir

Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. Í samráði við Hestamannafélagið Sprett mun mótið fara fram á Hellu   sumarið 2022. Af þeim sökum verður Landsmót hestamanna haldið í Kópavogi árið 2024 í stað 2022 eins og samningar gerðu ráð fyrir.

Þeim aðilum sem sótt höfðu um að halda landsmótið 2024 hefur verið gefin kostur á að færa þær umsóknir yfir á landsmótið árið 2026.

Sú heilsufarsvá sem stafar af COVID-19 faraldrinum á heimsvísu er ekki liðin hjá og mun hafa ýmsar takmarkanir í för með sér á næstu mánuðum. Í máli sóttvarnalæknis, Þórólfs Guðnasonar hefur komið fram að fjöldasamkomur skuli takmarkaðar við 2000 manns a.m.k. út ágústmánuð.  Landsmót hestamanna er því of fjölmenn samkoma til að hægt sé að halda hana í sumar.


Þeir sem keypt hafa miða á viðburðinn munu fá tölvupóst frá tix miðasölu ásamt því að allar upplýsingar eru aðgengilegar á www.landsmot.is. Miðahafar geta valið um þrennt a) fá endurgreitt b) láta miðann gilda fram til 2022 eða c) styrkja viðburðinn. Allar bókanir á tjaldsvæðum verða endurgreiddar. Fyrirspurnir varðandi viðburðinn skal senda á landsmot@landsmot.is en varðandi miðasölu á info@tix.is.

Öll él styttir upp um síðir. Málsaðilar senda hestamönnum baráttukveðjur og hvetja til þess að allir fari að útgefnum reglum og tilmælum Almannavarna ríkislögreglustjóra.

 

English:
Landsmót 2020 postponed 

A decision has been made by The Icelandic Equestrian Association, Horse Breeders Association and Rangárbakkar the management of Landsmót to postpone Landsmót that was supposed to take place in Hella 6. – 11. July this summer. Instead Landsmót will be held in Hella in the summer of 2022. This decision has been taken in consultation with Sprettur and Landsmót that should have taken place in Sprettur Kópavogur in the summer of 2022, will be held there instead in 2024. All those who applied to host the 2024 Landsmót, have been given the chance to let their application stay valid for the 2026 event instead.

The COVID-19 epidemic poses a very serious threat to the health of all people and it is not over yet even though it is receding in Iceland. At a press conference on April 14th the government introduced steps to lift the restrictions. One of these steps is the restriction of max 2000 people at public gatherings that will be in place at least till the end of August. That makes it impossible to hold an event as big as our Landsmót.

 

Our guests that have already purchased a ticket will receive an email from the ticket sale Tix, and all information regarding refunds will be accessible on www.landsmot.is. Ticket holders have three choices; a) get a refund, b) have their ticket validated for the 2022 event or c) simply become a sponsor. All the bookings on camping spaces will be refunded. Please send all enquires regarding the event to landsmot@landsmot.is and tickets to info@tix.is.


We must stay strong to ensure us all good health and keep in mind that there are surely better days ahead. All the associations involved in this dramatic and hard decision send their best wishes for a happy summer and please follow the given instructions regarding the COVID-19 epidemic in your country. Stay safe.