Umhverfisstofnun auglýsir eftir landvörðum á Suðurland. Landverðirnir munu einkum starfa á Gullfoss- og Geysissvæði eða Dyrhólaey / Skógafossi, Fjaðrárgljúfri og öðrum verndarsvæðum. Aðsetur landvarða verður í eða í grennd við verndarsvæðin.

Helstu verkefni og ábyrgð

Störf landvarða felast í að gæta þess að ákvæði náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana svæða séu virt. Þeir koma á framfæri upplýsingum og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, viðhald innviða og halda við merktum gönguleiðum.
Landverðir þurfa að vera viðbúnir ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að þeir sem ráðnir verða til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. Boðið verður upp á skyndihjálparnámskeið fyrir landverði í vor.

Hæfnikröfur

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi lokið námskeiði í landvörslu eða hafi lokið öðru námi sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi auk þess að búa yfir lipurð í mannlegum samskiptum.
Að öðru leyti verða eftirfarandi viðmið um þekkingu, reynslu og hæfni höfð að leiðarljósi við val á starfsfólki:
- Þekking á viðkomandi starfssvæði landvarða
- Reynsla af landvörslustörfum
- Tungumálakunnátta: Íslenska, enska, Norðurlandamál, önnur tungumál.
- Gild ökuréttindi
- Aðrir þættir s.s.: Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavarsla, björgunarsveitarstörf og leiðsöguréttindi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.02.2019

Nánari upplýsingar veitir

Hákon Ásgeirsson - hakon.asgeirsson@umhverfisstofnun.is - 5912000
Daníel Freyr Jónsson - daniel.jonsson@umhverfisstofnun.is - 5912000

Umhverfisstofnun
Svið náttúru, hafs og vatns Teymi þjóðgarðs og náttúruverndar suður
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík