Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða verkamann við sorpmóttöku í 100% starfshlutfall á móttökustöðina á Strönd.

Helstu verkefni:

  • Móttaka og leiðbeiningar til viðskiptavina móttökustöðvarinnar
  • Vinnsla og flokkun úrgangs
  • Vinna við að halda nærumhverfi móttökustöðvarinnar á Strönd snyrtilegu
  • Möguleg vinna við sorplosun á Hellu og Hvolsvelli


Hæfniskröfur:

  • Hafa ríka þjónustulund
  • Geta unnið undir álagi
  • Geta unnið bæði sjálfstætt og í hópi
  • Góður skilningur á íslensku, bæði rituðu máli og töluðu er nauðsynlegur
  • Vinnuvélaréttindi eru kostur en ekki skilyrði

Öll kyn eru hvött til að sækja um starfið, umsóknarfrestur er til og með 27.september.


Hjá Sorpstöð Rangárvallasýslu starfa 7 starfsmenn og er starfsstöðin á Strönd í Rangárvallasýslu. Störfin eru fjölbreytt, áhugaverð og reyna á skipulagshæfileika, virkni og útsjónarsemi einstaklinga til að takast á við verkefni. Vinnustaðurinn er ört vaxandi vinnustaður með skemmtilegum verkefnum og mikilli þróun í úrgangsmálum.


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og viðkomandi stéttarfélags. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri Sorpstöðvarinnar.


Allar upplýsingar um starfið veitir Einar Bárðarson framkvæmdastjóri í síma 844-5252 eða á netfangið einar@ry.is.


Umsóknir með ferilskrá skulu berast í tölvupósti á netfangið einar@ry.is