- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Tímabundið starf markaðs- og kynningarfulltrúa laust til umsóknar
Rangárþing eystra auglýsir eftir umsóknum um tímabundið starf markaðs- og kynningarfulltrúa Rangárþings eystra. Starfið er laust frá 15. mai 2019 – 1. mai 2020.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem fellst meðal annars í umsjón með markaðs-, upplýsinga- og kynningarmálum Rangárþings eystra. Framkvæmd viðburða ásamt störfum er tengjast útgáfumálum Rangárþings eystra m.a. á vefmiðlum. Í starfinu felst einnig umsjón og ritstjórn á vef sveitarfélagsins og hugsanlega tengdum vefjum. Í starfinu felst einnig auglýsingagerð, greinarskrif, sérverkefni, samstarfsverkefni, samantektir og skýrslugerð.
Markaðs- og kynningarfulltrúi er einnig ritari Menningarnefndar og Fagráðs Sögusetursins.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg. Góð tölvukunnátta er nauðsynleg. Gott vald á ritaðri íslensku er skilyrði en æskilegt er að umsækjandi hafi einnig gott vald á ensku. Starfið krefst frumkvæðis og metnaðar. Umsækjandi þarf jafnframt að vera sjálfstæður í vinnubrögðum og hafa góða skipulagshæfileika ásamt góðri hæfni í mannlegum samskiptum.
Áhugasamir eru beðnir um að skila inn umsókn ásamt ferilskrá á anton@hvolsvollur.is eða með pósti á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4 Hvolsvelli. Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2019.
Nánari upplýsingar veitir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.