Á síðustu vikum hefur verið mikið umrót við leikskólann Örk þar sem unnið hefur verið að leikskólalóðina með tilliti til þess að um 100 börn eru nú í skólanu.
Skipt hefur verið um jarðveg, settar hafa verið nýja göngubrautir, ný leiktæki ofl.
Hermann Georg hannaði lóðina. Þormar Andrésson sá um jarðvegsskipti, Steinasteinn og Áhaldahús sjá um frágang verksins. Óskar Jónsson er verkstjóri.
Á meðan á framkvæmdum stendur nýta börn og kennarar útivistasvæðin í bænum til leikja og gönguferða . Þau hafa farið í heimsóknir í fyrirtæki og einn daginn fóru eldri börnin í útikennslustofuna þar sem þau grilluðu sér hádegismat, rannsökuðu um hverfið og léku sér í yndislegu veðri.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá framkvæmdum.