- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Leikskólinn Aldan er 8 deilda leikskóli á Hvolsvelli og munu rúmlega 100 börn og 35 kennarar og leiðbeinendur starfa þar næsta skólaár.
Uppeldisstefna Öldunnar byggir á hugmyndafræði hugsmíðahyggju. Hugmyndafræðin felur í sér að börnin séu leitandi og gagnrýnin, tileinki sér þekkingu og skilning með ígrundun, lausnaleit, rökhugsun og að þau læri að nýta sér það í leik og starfi.
Að börnin geti tekið ígrundaðar ákvarðanir byggðar á þekkingu þeirra og gildismati.
Leikskólinn er að innleiða jákvæðan aga í skólastarfinu ásamt því að vinna eftir handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi sem leikskólinn vann sem þróunarverkefni.
100% stöður deildarstjóra frá 7. ágúst 2024
Starfssvið: Starfar samkvæmt starfslýsingu og í samráði við leikskólastjóra.
Leitað er að deildarstjórum með leiðtogahæfileika sem eru tilbúnir að taka þátt í að leiða og þróa metnaðarfullt og faglegt starf leikskólans í nýrri og glæsilegri byggingu.
Menntunar og hæfnikröfur:
Deildarstjóri er faglegur leiðtogi og situr í stjórnendateymi leikskólans. Hann starfar samkvæmt stefnumörkun leikskólans sem tekur meðal annars mið af menntastefnu Rangárþings eystra, aðalnámskrá leikskóla, lögum og reglugerðum um leikskóla og öðrum lögum er við eiga.
100% stöður kennara frá 7. ágúst 2024
Starfssvið : Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt stefnu og skipulagi skólans undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar og hæfniskröfur:
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi, hreint sakarvottorð og hafa náð þrepi C1 í íslensku samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Ef ekki fást kennarar til starfa verður ráðið starfsfólk með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinendur og er þá greitt samkvæmt viðkomandi kjarasamningi.
Umsóknarfrestur er til og með 4. júní 2024. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna.
Umsóknum skal skila ásamt ferilskrá og meðmælum á heimasíðu leikskólans aldan.leikskolinn.is undir flipanum - Um leikskólann – Starfsumsóknir.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum FL.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir skólastjóri í síma 488-4270/ 848 - 4270 eða með tölvupósti á leikskoli@hvolsvollur.is.