- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Helgina 5. - 6. apríl verður ýmislegt um að vera í Rangárþingi eystra vegna Leyndardóma Suðurlands.
Laugardaginn 5. apríl verður frítt í sund og líkamsrækt í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli og verður opið frá kl. 10:00 - 17:00
Njálurefillinn verður sýndur um helgina í Gallerý Ormi í Sögusetrinu. Um er að ræða fyrstu fullkláruðu rúlluna sem er um 23 m. Þetta verður í fyrsta og eina sinn sem refillinn verður sýndur þar til allir 90 metrarnir verða fullkláraðir og er því um einstakt tækifæri að ræða. Opið er í Sögusetrinu frá kl. 10 - 17, laugardag og sunnudag.
Í Sögusetrinu verður boðið upp á fyrirlestur um Njálu, sunnudaginn 6. apríl. Þá mun Jón Karl Helgason fjalla um erlend leikskáld sem sótt hafa efni og innblástur í Njálu. Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og kostar 1000 kr. inn.
Heimilisfólk á Þorvaldseyri verður með opið bú alla helgina og er opið hjá þeim frá kl. 11 - 17. Gestastofan er einnig opin alla helgina frá 11 - 17 en þar gefst kostur á að sjá heimildarmynd um lífið í skugga eldgosins 2010. Það kostar 500 kr. inn, frítt fyrir 12 ára og yngri
Það verður líka opið hús hjá Hótel Önnu, Moldnúpi, laugardaginn 5. apríl frá kl. 11 - 16. Þá gefst kostur á að kynna sér starfsemi hótelsins ásamt því að skoða sýninguna um Önnu frá Moldnúpi. Meðan á opna húsinu stendur verður boðið upp á fría kjötsúpu að hætti húsins og bjór frá Ölvisholti með.
Southcoast adventure verður áfram með jeppaferðir upp að toppgíg Eyjafjallajökuls, 5. og 6. apríl. Lagt er af stað frá Hamragörðum kl. 10:00. Upp við toppgíginn er útsýnið yfir Vestmannaeyjar og sveitina stórbrotið og tekur ferðin ca. 4-5 klst. Verð kr. 15.900. – pr. mann. Bóka þarf kvöldinu fyrir áætlaða ferð í síma: 867 3535
Alla þessa viðburði og fleiri á Suðurlandi má sjá hér og á www.sudurland.is