- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Hátíðin nefnist Podium festival en þar mun ungt tónlistarfólk víðs vegar úr Evrópu koma saman og leika fjölbreytta kammermúsik.
Hugmyndin
með hátíðinni, sem hefur áður verið haldin í Noregi og Þýskalandi, er
að skapa ferskan vettvang fyrir nýja kynslóð tónlistarmanna til að koma
fram og spila fáheyrð og glæný verk í bland við þekktar perlur í
persónulegu umhverfi stofunnar í Selinu á Stokkalæk.
Meðal íslensku
listamannanna eru Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari sem er í fremstu
röð íslenskra tónlistarmanna. Sex tónleikar verða haldnir í Selinu þessa
daga, þar af sérstakir tónleikar fyrir börn sunnudaginn 27. mars kl. 14 þar sem flutt verður tónverkið Pétur og úlfurinn eftir Prokofiev.
Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Evrópa unga fólksins, Tónlistarsjóður, Þýska sendiráðið og Selið á Stokkalæk.
Nánari upplýsingar og fréttatilkynningu frá hópnum er að finna á http://podiumfestival.com