- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Nú geta íbúar Rangárvallasýslu farið á Strönd og sótt sér moltu sem unnin var úr lífræna sorpinu, nú njótum við afraksturs aukinnar flokkunar!
Moltan er blanda af þeim lífræna úrgangi sem safnað er saman og sett í gegnum hitameðferð. Þannig kemst lífræni úrgangurinn aftur inní hringrásina í formi jarðvegsbætis, í stað þess að hann endi í urðun.
Molta er kraftmikill jarðvegsbætir sem gott er að blanda annarri mold í hlutföllunum 1/3 (1 hluti molta 2 hlutar mold) eða dreifa moltunni yfir beð og grasflatir í þunnu lagi.
Athugið að nauðsynlegt er að hafa með sér skóflu, starfsmenn aðstoða ekki við mokstur á moltunni.
- Starfsfólk Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs.