- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Á facebook má finna hóp þar sem fólk hefur tekið sig saman og setur inn myndir af bílum úr Rangárvallasýslu og segir sögu þeirra. Á síðunni má finna skemmtilegan fróðleik um sögu bílanna og umferðarmenningar í sýslunni. Þeir sem hafa sett inn myndir og fróðleik fá góðar þakkir og hér fyrir neðan má sjá nokkrar af myndunum ásamt texta. Hópinn má finna hér.
Óli Sigurgeirsson segir frá:
Brú yfir Hólmsá V. Skaft. Beygjan á þessari brú var mörgum bílstjóranum mikill þyrnir í augum - skiljanlega. Stærstu bílana þurfti að tjakka upp og kasta þeim út af tjakknum til að ná beygjunni. Einhverjir bílstjórar Kf V.-Skaft. voru búnir að koma sér upp sérstakri tækni til að losna við að tjakka og vinna að auki tíma. Þeir óku greitt inn á brúna og gáfu svo í botn í beygjunni svo afturhjólin skrönsuðu og afturendinn sótti út úr beygjunni. Sagt er að margir sem voru farþegar með þessum snillingum hafi svitnað við þessar æfingar
Bergrún Gyða Óladóttir segir frá: Yfirbygging frá "Kotinu" eins og sagt var í "Hlíðinni"
Bergrún Gyða Óladóttir: L 501 og L 502 í Básum 1964
Bílar á Landeyjasandi þegar pólski togarinn Wislock frá Gdynia strandaði á rifi fyrir utan Landeyjarsand 27.2.1964. Fleiri myndir af þessu má finna á síðu Björgunarsveitarinnar Dagrenningar