- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Námskeiðið verður vottað með
viðurkenningarskjali. Kostnaður við námskeiðið er niðurgreiddur af
klasanum ,,Fuglar á Suðurlandi“, sem styrktur er af Vaxtarsamningi
Suðurlands. Námskeiðsgjald er Kr. 15000.
Námsgögn:
Þátttakendur komi með greiningarbók (t.d. Fuglavísi) og sjónauka í vettvangsferðir. Glærur úr fyrirlestrum og listi yfir ítarefni verða afhentar á staðnum.
Áhugasamir skrái sig á námskeiðið með tölvupósti á netfangið hrafnkell@hfsu.is í síðasta lagið 8. apríl nk.
Námsefni:
Einkenni fugla og lífshættir: Innri og ytri bygging, aðlaganir að flugi, fjaðrafellir, skynjun, fæðunám, æxlun og ungauppeldi. Stofnvistfræði: r og K stofnar, stofnstjórnun, mikilvægi búsvæða. Atferli: Mótun atferlis, gerðir atferlis og greining, farflug. Vistfræði algengra íslenskra fugla: Andfuglar, sjófuglar, vaðfuglar og aðrir. Vistkerfi og náttúruvernd: Ríkjandi íslensk vistkerfi og virkni þeirra. Sérstaða Íslands: Líflandafræði Íslands og einkenni fánunnar, sjór og búsvæði á landi. Fuglaskoðun á Suðurlandi: Einkenni Suðurlands og helstu fuglaskoðunarstaðir. Fuglaskoðun og fuglaskoðarar: Fuglagreiningar, hvar og hvenær er gott að skoða fugla, útbúnaður, umgengni við fugla og öryggi ferðamanna, gerðir fuglaskoðunar og mismunandi markhópar.
Kennarar:
Erpur Snær Hansen, Jóhann Óli Hilmarsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Tómas Grétar Gunnarsson.