SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga bjóða upp á vinnustofu í Wordpress vefsíðugerð.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa hug á að koma upp og viðhalda einfaldri Wordpress vefsíðu.
Aðaláherslan er lögð á að þátttakendur geti eftir námskeiðið sinnt vefsíðu sinni sjálfir, sett inn efni og myndir. Einnig verður farið yfir hvernig nýta má vefsíðuna í markaðssetningu á Netinu með því að tengja síðuna við leitarvélar. Þá verða viðbætur skoðaðar (e.plugins), s.s. fyrir bókanakerfi. Sérstaklega hentugt fyrir ferðaþjónustuaðila og aðila í smærri rekstri. Námskeiðið hentar einnig þeim sem eru nú þegar með vefsíðu í Wordpress kerfinu og vilja ná betri tökum á að sinna síðunni
.
Innritun hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða hér >>> Skráning
Kennslustaður: Hvolsvöllur
Lengd: Tveir dagar, 8 klst. hvor dagur, kl. 10-18
Fjöldi: Lágmark 6 manns, hámark 15 manns á hverjum stað.
Námskeiðsgjald: 6.990 kr.
Hvenær: Mánudagur og þriðjudagur 4. og 5. nóvember
Kennari: Elmar Gunnarsson.