Nemendur í verkfalli og önnur ungmenni 16 – 20 ára.

Frítt í sund og rækt og ungmennahús.

Verkföll standa ennþá yfir í einhverjum leik-, grunn-, og framhaldsskólum. Fsu er einn þeirra skóla sem er lokaður vegna verkfalls kennara. Fjölmörg ungmenni búsett í Rangárþingi eystra eru í Fsu og viljum í Rangárþingi eystra taka utan um ungmennin og viljum því bjóða þeim frítt í íþróttamiðstöðina og eins hefur verið opnað ungmennahús.

Milli kl. 08:00 – 15:00 verður frítt í sund og rækt í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli virka daga á meðan á verkfalli stendur fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 20 ára.

Einnig verður starfrækt ungmennahús fyrir 16-20 ára ungmenni í félagsmiðstöðinni Tvistinum öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld milli kl. 20:00 – 22:00. Þar er hægt að spila borðtennis, pool, spila playstation ofl.

Ræktum líkama og sál, nýtið ykkur þessa möguleika, komið saman og eigið góða samverustund.