- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Þessi frétt birtist á heimasíðu Hvolsskóla um Nýsköpunarverkefnið 2023
Í dag buðu nemendur á elsta stigi í Hvolsskóla gestum og gangandi að kynnast nýsköpunarverkefnum sem þeir hafa verið að vinna að síðustu daga. Verkefnin voru unnin í 3-5 manna hópum og þvert á námsgreinarnar íslensku, kynjafræði, náttúrufræði, upplýsingatækni og ensku. Í verkefnunum var nemendum uppálagt að skapa nýja vöru eða þjónustu með einhverja sérstöðu. Þeir áttu jafnframt að þróa vöruna, útbúa sýnishorn, setja upp vefsíðu sem og kynningarefni, bæði á ensku og íslensku. Nemendur kynntu vöruna fyrir hákörlunum í Shark tanks í vikunni og var einn hópur úr hverjum bekk verðlaunaður fyrir framsetningu á þeirri kynningu. Í 8. bekk fékk hópurinn Smyrstifti verðlaunin fyrir kynninguna, í 9. bekk var það hópurinn Hvolsís og í 10. bekk hópurinn Golfsala BLS.
Nemendur voru með opið hús í Hvolnum í dag eins og komið er fram og þar voru þeir búnir að setja upp kynningarbása og kynntu vöruna sína fyrir þeim sem lögðu leið sína þangað. Dagurinn var glæsilegur í alla staði; hugmyndaflug nemenda óþrjótandi eins og sjá mátti, mikill metnaður var í verkefnunum og myndugleiki við framsetningu og kynningu.
Dómnefnd var að störfum í dag og veitti verðlaun fyrir efstu þrjú sætin en einnig fyrir flottasta básinn, bestu söluræðunu og safmfélagslega ábyrgð í rekstri.
Dómnefndina skipuðu þau Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir, Stefán Friðrik Friðriksson og Þuríður H. Aradóttir Braun. Verkefni þeirra var erfitt en verðlaunahafar voru:
Samfélagsleg ábyrgð í rekstri: Hvolló bakarí
Flottasti básinn: Royal Tea
Besta söluræðan: Hljómborð
Þriðja sætið hreppti síðan hópurinn Skólabílaapp. Í öðru sæti var hópurinn Flokkum rétt og sigurvegarar var hópurinn Baffi.
Til hamingju krakkar og allir sem að þessu komu.
Á meðfylgjandi mynd eru hóparnir sem lentu í efstu sætunum ásamt dómururm.
Fleiri myndir eru á fésbókarsíðu Hvolsskóla.