Katla jarðvangur stendur fyrir spennandi námskeiði í byrjun nóvember.
Öryggi í óbyggðum
Starfsmenn frá South Iceland Adventure á Hvolsvelli fjalla um helstu atriði í fjallamennsku og rötun. 
Námskeiðslýsing
Farið í grunnatriði er varða ferðamennsku og rötun svo sem kortalestur og notkun GPS- tækja, ásamt útbúnaði og næringu á fjöllum. Námskeiðið verður í fjarfundi og ein verkleg æfing við Hvolsvöll. Markmiðið er að þátttakendur verði öruggari á ferðalögum á hálendi og/eða eigi auðveldara með að veita öðrum leiðbeiningar um ferðalög og leiðaval á hálendinu.

 

5. nóvember, þriðjudagskvöld frá 20.00-22.30: 
Ferðamennska. Ferðalög á fjöllum. Ferða- og útivistarbúnaður. Mataræði á fjöllum. 

7. nóvember, fimmtudagskvöld frá 20.00-22.30 
Rötun. Áttaviti og kort. Kortalestur, mælikvarðar á kortum, útreikningur vegalengda, áttavitastefnur á kortum, misvísun, ýmsar algengar villur. 

9. nóvember, laugardagur frá 10:00 til 16:00: 
Áhersla á rötun. Framhald frá seinna kvöldi með áherslu á að þátttakendur æfi sig í notkun áttavita, á korti og úti í náttúrunni. Farið í grunnatriði í notkun GPS-tækja. Æfingar verða úti svo komið klædd eftir veðri.

Staður: Fjarfundur 5. og 7. nóvember en staðarnám við Hvolsvöll 9. nóvember.
Verð: 6000 kr
Innritun í síma 560 2030, í tölvupóstinum steinunnosk@fraedslunet.is  eða á www.fraedslunet.is. Gefa þarf upp nafn, kenntölu, heimilisfang og símanúmer.
Nánari upplýsingar í netföngunum jonabjork@katlageopark.is, rannveig@katlageopark.is eða í síma 8570634 (Rannveig).