Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2015

Íbúar eru hvattir til að taka þátt í að tilnefna garð, lögbýli eða fyrirtæki til umhverfisverðlauna sveitarfélagsins. Umhverfisnefnd sveitarfélagsins vill með umhverfisverðlaununum stuðla að betri umgengni og fegrun sveitarfélagsins, tökum þátt í að bæta ásýnd sveitarfélagsins og komum með ábendingar til nefndarinnar en verðlaunin verða veitt á Kjötsúpuhátíðinni sem fram fer 29. ágúst 2015. 

Óskað eftir tilnefningum fyrir Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2015. Tilnefningar berist til gudlaug@hvolsvollur.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins Hlíðarvegi 16 fyrir 13. ágúst 2015.

Glæileg verðlaun eru veitt fyrir; 

Snyrtilegasti garðurinn í sveitarfélaginu
Snyrtilegasta lögbýlið í sveitarfélaginu
Snyrtilegasta iðnaðar- eða þjónustufyrirtæki í sveitarfélaginu