Það verður nóg um að vera í Rangárþingi eystra dagana 18. - 20. apríl.
Dagskrá fyrir alla aldurshópa, tilboð hjá fyrirtækjum í mat og gistingu og páskaís í Valdísi.
Dagskrá Páskafjörsins
Fimmtudaginn 18 apríl:
15:00 Skemmtiskokk Hlaupahóps Rangárþings Eystra. Lagt af stað frá Midgard Base Camp á Hvolsvelli og endað þar, tilvalið að skella sér í pottinn. Vegalengdir 3km skemmtiskokk og 8km skemmtiskokk.
21:00 Útgáfutónleikar Valborgar Ólafs á Midgard Base Camp. Hægt að nálgast miða á tix.is, miðaverð 1500. Borðapantanir í síma 578 3180 eða á netfang sleep@midgard.is
Föstudagurinn 19 apríl:
13:00 Þríhyrningsganga. Ekið á eigin bílum frá Midgard Base Camp og leiðsögumaður frá Midgard leiðir okkur upp þetta fallega fjall. Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningar inn á facebooksíðu Midgard Base Camp.
13:00 Ganga um Hvolsvöll. Lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Margrét Guðjónsdóttir leiðir gönguna. Verður létt og skemmtileg ganga um Hvolsvöll, sögur og stemning eins og Möggu er einni lagið.
Laugardagurinn 20 apríl:
11:00 Fyrri Páskaeggjaleit Lava hefst.
14:00 Seinni páskaeggjaleit Lava hefst.
Ekkert þátttökugjald - hver skráning tekur 5 sekúndur á staðnum ⏱
Hægt að mæta 1 klst áður en leit hefst til að skrá fjölskylduna.
Enginn fer inn á leitarsvæði fyrr en leit er sett af stað
Minnum alla á að sýna tillitsemi - börnin ganga fyrir og aðalmarkmiðið er að hafa gaman saman :-)
Glæsilegir vinningar í boði og fleiri páskaegg en í fyrra!
16:00 Dansandi páskabingó hefst á Midgard.
Frítt í sund allan laugardaginn! - Opið í sundlauginni alla páskahelgina frá 10 - 17.