Í kjölfar mikillar bylgju í samfélaginu og jákvæðra undirtekta á starfsmannafundi hefur verið ákveðið að vinna í að gera leikskólann Örk plastpokalausan, að svo miklu leyti sem hægt er. Við erum að vinna að áætlun um málið og vonum að allir verði áfram áhugasamir um að taka höndum saman og taka þátt, bæði foreldrar og starfsfólk enda er það samfélagslegt mál.


Frá og með áramótum verða t.d. engir plastpokar keyptir inn eða notaðir nema í eldhúsi, á öðrum stöðum s.s. ruslatunnum á deildum verður hætt með poka eða maíspokar notaðir þegar þörf er á. Í fataklefum verða blaut og skítug föt ekki lengur sett í poka en í staðinn munum við hvetja foreldra til að vera með margnota taupoka í hólfum barnanna undir fötin. Að því tilefni höfum við m.a. ákveðið að sauma sjálfar poka sem foreldrar geta keypt til þessa hafi þeir áhuga á og vantar poka. Þriðjudaginn 25. nóvember verðum við síðan með jólabasar og kaffisölu í Hvolnum frá 15-18 og þar gefst áhugasömum tækifæri til að næla sér í slíka poka eða leggja inn pantanir fyrir þeim.