- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins 25. apríl næst komandi og er það von skipuleggjenda að sem flest sveitarfélög hvetji íbúa sína til þátttöku og auðveldi hann með hverskyns aðkomu og aðstoð.
Rangárþing eystra tekur að sjálfsögðu þátt í þessu átaki.
Þann 25. apríl milli klukkan 10:00-12:00 verður hægt að nálgast plastpoka í áhaldahúsinu.
Einnig verður gámur staðsettur fyrir utan áhaldahúsið þar sem hægt verður að losa sig við uppskeru plokksins eftir daginn.
Svæðinu í kringum Hvolsvöll hefur verið skipt í 7 svæði svo endilega veljið ykkur svæði til að tækla.
(Sjá hér að neðan).
Við viljum hvetja íbúa í dreyfbílinu að ganga meðfram vegum og girðingum og tína rusl þar sem það getur.
Munum að virða tveggja metra regluna og dreyfa okkur vel á svæðin!
Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Það er tilvalið í samkomubanni þar sem auðvelt er að virða tveggja metra regluna. Að plokka fegrar umhverfið en það er víða sem náttúran er illa sett af plasti og rusli ýmiskonar eftir stormasaman vetur.
Plokktímabilið 2020 er formlega hafið. Samkomubann er alveg upplagt til að taka á því í plokkinu..
PLOKKUM Í SAMKOMUBANNI
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Klæðum okkur eftir veðri
- Notum hanska, plokk tangir og ruslapoka
- Hver á sínum hraða og tíma
- Frábært fyrir umhverfið
- Öðrum góð fyrirmynd
Frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott. Plokkið kostar ekkert og kallar ekki á nein tæki nema ruslapoka.