- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Starfslýsing: Um er að ræða tvö sumarstörf fyrir upplýsingafulltrúa vegna upplýsingamiðstöðvar og sýningar í tengslum við eldgosin á síðasta ári.
Í starfinu felst upplýsingagjöf til ferðamanna í
upplýsingamiðstöðinni á Hvolsvelli. Leitað er að þjónustulunduðum,
heiðarlegum, stundvísum og ábyrgum einstaklingum með framúrskarandi
hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á
íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. Góð þekking á staðháttum í
sveitarfélaginu er nauðsynleg.
Viðkomandi þarf að hafa hæfni til að vinna undir álagi og hafa góða tölvukunnáttu.
Um 100% starf er að ræða og er vinnutími breytilegur.
Starfslýsing: Um er að ræða tvö störf við grisjun og umhverfismál í sveitarfélaginu.
Í starfinu felst grisjun, stígagerð, kurlun og fleira m.a. í
Tunguskógi, Hamragarðaskógi, Skógum, Þorsteinslundi, Múlakotsskógi og
víðar. Leitað er að hörkuduglegum, heiðarlegum, stundvísum og ábyrgum
einstaklingum. Reynsla af sambærilegri eða eins vinnu er góð en ekki
skilyrði. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf, en vinnuvélaréttindi er
kostur ef umsækjandi hefur slík réttindi. Hæfni þarf til að vinna
sjálfstætt. Um 100% starf er að ræða.
Námsmaður þarf að staðfesta að hann sé milli anna og skráður til náms á haustön
Atvinnuleitandi þarf að vera skráður í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun með bótarétt