- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Næstkomandi föstudag, 15. nóvember, mun Rangárþing eystra keppa í fyrsta sinn í Útsvari. Keppendur fyrir hönd sveitarfélagsins eru þau Björn Friðgeir Björnsson, Holger Páll Sæmundsson og Elínborg Önundardóttir. Mótherjarnir eru Kópavogsbær en fyrir þeirra hönd keppa Guðmundur Hákon Hermannsson, Reynir Bjarni Egilsson og Soffía Sveinsdóttir.
Keppnin hefst kl. 21.10, strax á eftir landsleiknum, og þá er bara að halda áfram góðum hugsunum og hvatningu. Áfram Rangárþing eystra
Útsvar hefur verið einn af vinsælustu þáttum Sjónvarpsins undanfarin ár og gaman fyrir sveitarfélagið að taka þátt. Spyrlar eru Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson, spurningahöfundur er Stefán Pálsson.