- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Tónleikarnir Rut og vinir hennar, sunnudaginn 28. ágúst kl. 15.00, eru lokaviðburður sumardagskrár í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð. Undir samheitinu Gleðistund hafa tveir fyrirlestrar og einir tónleikar verið að Kvoslæk í sumar.
Á tónleikunum verða flutt þekkt verk eftir Brahms og Schubert, m.a. Silungakvintettinn.
Fyrir utan Rut Ingólfsdóttur, fiðluleikara að Kvoslæk, koma fram: Einar Jóhannesson klarínettuleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Richard Korn bassaleikari, Richard Simm píanóleikari, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir mezzósópran og Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir sópran.
Hljóðfæraleikararnir hafa starfað með Rut í höfuðborginni, einkum í Kammersveit Reykjavíkur. Söngkonurnar eru búsettar í Fljótshlíð og hafa áður tekið þátt í tónleikum með Rut í kirkjum í Rangárþingi.
Eftir tónleikana er boðið upp á kaffi að Kvoslæk.