- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Í tilefni af Skákdegi Íslands, 26. janúar, mætti stórmeistarinn Jón Viktor Gunnarsson ásamt Stefáni Bergssyni í Hvolsskóla síðastliðinn föstudag. Þeir félagar létu veðrið ekkert á sig fá og rétt sluppu yfir Hellisheiðina áður en henni var lokað. Það var líka eins gott því að í skólanum biðu 33 nemendur á öllum aldri spenntir eftir því að tefla við þá fjöltefli. Allir nemendurnir stóðu sig með stakri prýði þrátt fyrir að aðeins vinningur hafi komið til þeirra en Aron Sigurjónsson sigraði í sinni skák. Þegar fjölteflinu var lokið skelltu þeir félagar sér í sund ásamt Ísólfi Gylfa sveitarstjóra og vígu þar sundtafl sem ætlað er sundgestum. Eftir nokkra vel valda leiki bauð Jón Viktor Ísólfi stórmeistarajafntefli sem hann þáði, enda var þá farið að halla undan fæti hjá honum. Taflið er hægt að fá lánað í afgreiðslu sundlaugarinnar á Hvolsvelli endurgjaldslaust.