Skólasetning Hvolsskóla verður þann 25. ágúst 


Þá líður að hausti og styttist í skólann hjá börnunum. Skólasetning Hvolsskóla verður þann 25. ágúst eins og fram hefur komið. Setningin verður með líku sniði og undangengin ár eða í sal skólans kl. 11. Þar verður stutt samvera en að henni lokinni fara nemendur og foreldrar með sínum umsjónarkennara inn í heimastofur í frekara spjall. Ef einhverjir ætla að nýta sér skólaakstur þann dag biðjum við viðkomandi að snúa sér beint til viðkomandi bílstjóra. Símanúmer bílstjóra er að finna á heimasíðunni. Nýir nemendur verða boðaðir í viðtal hjá umsjónarkennara áður en skóli hefst. Minnum foreldra á að nú fara að berast ýmsar upplýsingar í tölvupósti sem og birtast á síðunum okkar. Minnum ennfrekar á viðburðardagatalið á heimasíðunni en þar koma fram þeir viðburðir sem framundan eru og reglulega er bætt inn á það. Hlökkum til að sjá ykkur eftir sumarið. Eigið góða sumarfrísrest. Kveðjur úr Hvolsskóla

Birna Sigurðardóttir skólastjóri Hvolsskóla