- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða starfsmenn
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni til að sinna stuðningsþjónustu í fimm til sjö vikur í fullu starfi í sumar. Um er að ræða stuðning við athafnir daglegs lífs ásamt því að vera félagslegur stuðningur.
Eins er auglýst eftir starfsmanni í tímavinnu til að sinna stuðningsþjónustu til frambúðar. Starfið felst í að veita leiðbeiningar við sjálfstæða búsetu, félagslegan stuðning, persónulega ráðgjöf og leiðbeiningar um persónulegt hreinlæti.
Leitað er að einstaklingum sem búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum, eru ábyrgir og traustir, sýna frumkvæði í starfi og geta unnið sjálfstætt. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og er æskilegt að viðkomandi sé með bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum FOSS.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Dögg Þrastardóttir, félagsráðgjafi í síma 487-8125 eða á netfangið dogg@felagsmal.is.