Tour de Hvolsvöllur verður þann 27. júní 2015 

Tour de Hvolsvöllur er skemmtileg götuhjólreiðakeppni þar sem boðið er upp á tvær vegalengdir, lengd brautar frá Reykjavík er 109 km og lengd brautar frá Selfossi er 48 km. Keppni fer fram laugardaginn 27. júní 2015. 
Skráning stendur yfir og lýkur daginn áður eða 26. júní 2015 klukkan 00.00. Einungis verður hægt að skrá sig á og ganga frá greiðslu þátttökugjalds á netinu
Ræsing er klukkan 07.00 fyrir 109 km brautina og klukkan 08.00 fyrir 48 km brautina. Hjólað verður í fylgd björgunarsveitarinnar Dagrenningar að Lögmannsbrekku, næstu tvöföldun Suðurlandsvegar. Björgunarsveitin fylgir svo hópnum á Hvolsvöll.

Afhending gagna fer fram sem hér segir:
Reykjavík: Föstudaginn 26. júní kl. 13-18 í TRI, Suðurlandsbraut 32, 108 Reykjavík
Selfoss: Föstudaginn 26. júní kl. 13-18 í BYKO, Langholti 1, 800 Selfoss
Keppnisgjald er kr. 4500.- fyrir lengri braut (Reykjavík) og kr. 3500.- fyrir styttri braut (Selfoss).

Rangárþing eystra tekur vel á móti keppendum á Hvolsvelli og býður upp á súpu og grillaðar pylsur frá SS á miðbæjartúninu. Þá verða glæsileg útdráttarverðlaun fyrir alla sem tóku þátt og verðlaunapeningar fyrir fyrstu 3 sætin í öllum flokkum, en í ár verður í fyrsta skipti keppt í aldursflokkum. 

Upplýsingar og skráning fer fram á hjolamot.is