Getur verið að það hafi orðið breyting á þínum högum frá því umsókn um húsaleigubætur var síðast skilað inn.

T.d. fjölgað í íbúðinni, sambúð, eða barn fætt.

 

Þá láttu okkur vita strax.

 

Þeir sem fengu húsaleigubætur árið 2012 greiddar út hjá

Rangárþingi eystra og ætla að halda því áfram árið 2013

þurfa allir að endurnýja umsóknir sínar fyrir 16.01.2013

  

Þá þarf að skila inn nýju umsóknareyðublaði, og skila inn launaseðlum fyrir síðustu þrjá mánuði. Námsmenn þurfa að skila inn staðfestu vottorði um að þeir séu við nám í viðkomandi skóla þessa önnina.

 

Afriti að skattframtali áritað af skattstjóra þarf að skila um leið og því er skilað til skattstjóra .

Miðað er við skiladag hjá almennum framteljanda til að skila framtali.

Bætur stöðvast strax í janúar verði umsókn ekki endurnýjuð og framtali skilað vegna tekna ársins 2012.

Þetta er áréttað þar sem umsækjendur eiga til að gleyma sér.

Munið að síðasti skiladagur er 16. janúar 2013

                                                                     F.h.Rangárþings eystra

                                                                    Margrét Jónsdóttir