- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Flestir nemendur höfðu nýlokið kippinganámskeiði og má segja að vinnan í Múlakotsgarðinum þennan dag hafi verið lokaverkefni námskeiðisins. Nemendur munduðu galvaskir hvers kyns verkfæri, litlar sem stórar klippur, sagir af öllum gerðum, skóflur og haka. Nú var hægt að fjarlægja þær greinar, sem ekki mátti taka i haust sem leið og jafnframt var bætt mold og sauðataði í beð.
Sagt er að hámark allrar útilegu sé að borða. Það sannaðist núna. Kjötsúpu frá SS, kaffi og heimabökuðum kökum voru gerð góð skil og allir voru ánægðir með dagsverkið.