- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Upplýsingaöryggisstefna Rangárþings eystra er nú komin á vef sveitarfélagsins en það er Dattacalabs sem að útbjó stefnuna.
Tilgangur með stefnunni er sá að samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 ber Rangárþingi eystra að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga. Upplýsingaöryggisstefna þessi lýsir áherslum sveitarfélagsins á upplýsingaöryggi og öruggri meðferð gagna og upplýsinga í vörslu og eigu Rangárþings eystra. Verja þarf persónuupplýsingar hjá sveitarfélaginu fyrir öllum ógnum, bæði innri og ytri, og gildir einu hvort þær ógnanir stafi af ásetningi eða gáleysi. Með þessari stefnu geta starfsmenn, viðskiptavinir og aðrir treyst ásetningi Rangárþings eystra til að standa vörð um öryggi persónuupplýsinga, m.t.t. til leyndar, réttleika og tiltækileika.