- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Undankeppni söngvakeppni Samfés á Suðurlandi fer fram á Flúðum í kvöld. Sigurvegararnir í keppninni munu keppa á söngvakeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll 8. mars. Keppendur fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tvistsins er hljómsveitin Sveitalubbarnir. Hana skipa Sæbjörg Eva Hlynsdóttir söngur, Hilmar Úlfarsson kassagítar og Karítas Björg Tryggvadóttir hljómborð. Þau ætla að flytja lagið ,,Um alla tíð (A thousand years eftir Christina Perri. Þýðandi texta er Guðlaug Björg Guðlaugsdóttir.
Eftir söngkeppnina verður ball þar sem Haffi Haff mun halda uppi fjörinu.
Við óskum þeim góðs gengis og vonum að allir skemmti sér vel.