Minningarsjóður Guðrúnar Gunnarsdóttur var stofnaður árið 2015. Stofnandi sjóðsins var móðir Guðrúnar, Ása Guðmundsdóttir frá Rangá en faðir Guðrúnar var Gunnar Guðjónsson frá Hallgeirsey. Guðrún Gunnarsdóttir var fædd árið 1958 og lést árið 1983 aðeins 25 ára gömul. Guðrún var fjölhæf stúlka m.a. mikil tónlistarkona. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur í tónlist í Rangárvallasýslu. Fyrsta úthlutun sjóðsins var 1. október s.l. Steinn Daði Gíslason tónlistarnemandi í Tónlistarháskóla í Los Angeles hlaut styrkinn að upphæð kr. 200.000.
Tekjustofnar sjóðsins eru vaxtatekjur af stofnfé og einnig sala á minningarkortum. Minningarkort eru til sölu hjá Sigurlínu Óskarsdóttur og Júlíusi P. Guðjónssyni á Hvolsvelli og Gyðu Guðmundsdóttur á Hellu. Í sjóðstjórn eru Ísólfur Gylfi Pálmason, Ágúst Sigurðsson og Sigurlín Óskarsdóttir.
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá stjórn sjóðsins ásamt Ásu, móður Guðrúnar.