- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Kvikmyndin Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar var heimsfrumsýnd í gærkvöldi í Hvolnum á Hvolsvelli. Myndin sem er tekin upp á Hvolsvelli og þar í kring er sakamáladrama sem segir frá dularfullu morðmáli sem skekur smábæjarsamfélag og þeim áhrifum sem það hefur á líf og fortíð þriggja ólíkra einstaklinga. Gömul sár verða að nýjum og fljótt verður ljóst að sögum ber ekki saman og reynir á fjölskylduböndin sem aldrei fyrr eftir því sem sannleikurinn skýrist.
Tómas Birgir Magnússon, oddviti Rangárþings eystra, færði leikstjóranum blómvönd frá sveitarfélaginu að þessu tilefni og voru bíógestir mjög sáttir í lok myndarinnar.