- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Vistheimt er tilraunaverkefni í Hvolsskóla
Þann 11. maí unnu nemendur 5. bekkjar við tilraunaverkefni sem nefnist Vistheimt og er í samvinnu við Landgræðslu ríkisins og Landvernd. Þetta er í annað sinn sem Hvolsskóli tekur þátt í þessu og ætlunin er að halda því áfram. Grunnskólinn Hellu og Þjórsárskóli taka einnig þátt í verkefninu, hvor á sínum heimaslóðum og á næsta ári munu a.m.k. tveir skólar á Norðurlandi bætast við í þessu stórmerkilega verkefni. Vistheimt er skilgreint sem það ferli að aðstoða við endurheimt vistkerfis sem hefur hnignað, skemmst eða verið eyðilagt. Verkefnið felst í því að gera tilraunir með mismunandi aðferðir við uppgræðslu örfoka lands. Sem dæmi mætti nefna sáningu mismunandi frætegunda, heyþakningu og áburðargjöf. Gerðir voru 50 tilraunareitir og þeir meðhöndlaðir vísindalega. Í haust munu krakkarnir fara aftur á staðinn og gera mælingar og talningar og vinna úr gögnum og skrá. Síðan munu þau fara hvert haust það sem eftir er skólagöngu og fylgjast með framvindu gróðurmyndunar á sínum reitum, skrá og vinna úr mælingagögnum. Næsta vor mun svo næsti 5. bekkur fara og útbúa sína reiti og síðan koll af kolli. Reiknað er með að verkefnið standi a.m.k. í tíu ár. Erlent skólafólk,