Bragð er að þá börnin finna
Glöggir vegfarendur á Hvolsvelli hafa eflaust rekið augun í skilaboð frá leikskólabörnum víða um þorpið. Okkur til áminningar um umhverfið. Hópur barna af leikskólanum Örk á Hvolsvelli fór nú á dögunum í göngutúr um bæinn. Markmið með ferðinni var að tína alls kyns rusl og búa svo til úr því listaverk! Ekki var hópurinn búinn að tína lengi þegar börnin höfðu orð á því hvað væri mikið af sígarettustubbum bókstaflega út um allt. Greinilegt var að margir hentu stubbunum frá sér þegar þeir væru búnir að reykja og börnin voru hneyksluð yfir umgengninni.
06.06.2011
Fréttir