Pat Lemos frá Spáni og Lukas Lehmann frá Þýskalandi eru par og listatvíeyki búsett á Hvolsvelli. Þau vöktu fyrst athygli okkar þegar þau héldu listaviðburð í Hellunum við Hellu á vetrarsólstöðum. 
Þetta myndarlega ljón sást á ferð í Gilsbakka 15 um helgina. Ljónið var þó ekki hættulegt enda gert af list úr snjó.
Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Um er að ræða hvatningarverðlaun til einstaklinga, fyrirtækja, hópa eða verkefna sem vakið hafa athygli á byggðamálum, styrkt samfélög í landsbyggðunum eða stuðlað að framgangi málefna landsbyggðanna, ýmist í heild eða innan tiltekins byggðarlags, s.s. innan nýsköpunar, byggðaþróunar, atvinnuþróunar, sjálfbærni eða menningar.
Töluvert hefur borið á því að bílum sem lagt er úti á götu við gangstéttir tefji fyrir snjómokstri eða hindri hann alveg. Við viljum því biðla til íbúa að leggja bílum sínum í innkeyrslur svo snjóruðningstækin komist greiðlega í allar götur. Eins skulum við forðast að láta bifreiðar ganga lausagang á morgnana þar sem það skapar mikla loftmengun í kuldatíð og slæmt fyrir börn á leið í skóla.
Iðan fræðslusetur og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) standa fyrir námskeiði fyrir byggingarstjóra í félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli þann 26. febrúar næstkomandi.